mánudagur, 30. apríl 2007

Hittingur

Sælir félagar
Hvernig væri að við sem búum hér á landi færum að hittast og ræða málin varðandi komandi danmerkurferð. Menn hafa verið að velta fyrir sér að breyta liðum og fleira.
Um að gera að stinga uppá dagsettningu og hafa jafnvel einn til tvo kalda danska með í för.

kv,
Palli

föstudagur, 20. apríl 2007

King Cobra


Sælir drengir.....

Nú er golfið byrjað hjá mér og formanninum, skelltum okkur á Hellu í gær með nýju kylfurnar
og vorum við rosalega sáttir með Copruna og verðum við alveg svakalega sterkir í sumar bæði hér heima og á erlendri grund........

kv. Jón Cobra

miðvikudagur, 18. apríl 2007

Gefið í for?


Þessir herramenn, þessir herramenn(brandari háður því að síðasta spaugstofa hafi ekki farið fram hjá ykkur), vilja fá að vita hvað meðlimir Bertans eru með í forgjöf í dag. Eins og myndin gefur til kynna þá láta þeir ekki bjóða sér neitt bull þegar kemur að golfíþróttinni.

Forgjöfina í hús(eða við kaupum bara nýja meðlimi)

kv
Tilvonandi Formaður

fimmtudagur, 5. apríl 2007

Tillögur að matseðli í Odense.

Sælir félagar

Mig vantar tillögur að matseðli eða hvað menn vilja að borða. Morgunmat og hádegi og kvöld.
Við Rúni förum og kaupum inn fyrir ferðina og það þarf að vera á hreinu hvað menn vilja T.d serios eða jógúrt o.s.frv.

Kveðja Jonni Stef

miðvikudagur, 4. apríl 2007

Tilvonandi Formaður kveður sér hljóðs



Það er ekki seinna vænna að tilvonandi formaður Alberts láti í sér heyra á bloggi Bertans. Það hefur löngum verið krafa innan herbúða Bertamanna að opnuð yrði heimasíða og verður það fyrsta verk á komandi formannstíð, þannig að við verðum að notast við þetta demo enn um sinn. Eins hafa verið háværar raddir um að stofnað verði fasteignafélag Alberts og verður það skoðað ofan í kjölinn á komandi leiktíð.

Spennandi tímar!!!

p.s vona að einræðis propaganda myndin skili tilætluðum árangri með tilgangi þessarar færslu.