þriðjudagur, 27. mars 2007

Velkomnir félagar

Sælir meðlimir Alberts nær og fjær !

Núna styttist í að golfseasonið hefjist og því tilvalið að stofna okkar eigin heimasíðu. Ég sem formaður ákvað að taka af skarið og smellti þessu upp núna þegar það eru 85 dagar þangað til að Bertinn byrjar í Óðinsvé. Hérna geta menn svo komið sínum skoðunum á framfæri og bind ég miklar vonir við þessa síðu.

Það eru þónokkur atriði sem enn á eftir að ganga frá í sambandi við næstu keppni:

1. Liðsuppstillingar
2. Liðsbúningar
3. Húsnæðisskipan
4. Ferðatilhögun frá Köben til Óðinsvé
5. Fæði og drykkir (Jonni þú sérð um það og Rúnar þú hjálpar honum að versla og mundu eftir veskinu vinur)

Að lokum ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að setja inn eins og eina góða golfmynd hérna fyrir neðan...





Þetta er 18.holan á Victoria Golfvellinum í Vilamoura, vonandi verður Albert þar á ferð í framtíðinni..

Formaðurinn

4 ummæli:

Golfari sagði...

Til hamingju Albert. Ég vissi að þessi mál væru í góðum höndum formannsins. Nú er spurning hvort menn hafa undir höndum myndir frá ferðum síðustu ára. Og kannski myndbandið frá fyrstu upptroðslu Alberts fyrir fullu húsi á Minni Borg í Grímsnesi hér um árið.

Kveðja Ferðafélaginn

Golfari sagði...

Til er töluvert safn af myndum úr frægum Albertsferðum, t.d. frá Húsavík,ógleymanlegar myndir frá Guðmundi F(Haukamanni)úr Bjálkakofa Árna Johnsens, svo ég tali nú ekki um Grímsnesið margfræga.. þetta er allt í vinnslu hjá Formanninum, en þetta er vissulega gleðistund að hafa opnað þessa heimasíðu..
ps.muna að ýta á publish your comment þegar þið commentið

Golfari sagði...

Þetta er allgjör snilld. Til hamingju allir Albertsmenn. Nú er bara að hrúa inn myndum og kynda upp Denmark. Kv, Palli

Unknown sagði...

sælir drengir

þetta er nú meira draslið maður getur ekki signað sig inn á þetta drasl