fimmtudagur, 29. mars 2007

Heimsókn í Hólminn

Eins og rætt hefur verið undanfarin ár innan Golfklúbbsins Alberts er gríðarlegur vilji fyrir því að koma saman og spila golf í Hólminum. Einar Gunnarsson meðlimur Alberts, sem einmitt er búsettur í þessum fagra bæ, hefur samþykkt að boða til golfveislu í Hólminum seinni part komandi sumars. Nánari dagsetningar eru í höndum Formannsins og verða tilkynntar þegar tími kemur...þegar tími kemur.





Rúnar er kominn heim !!!

Sælir Albertsmenn


Þær gleðifregnir voru að berast að ástsæll meðlimur Alberts Rúnar Örn Haraldsson var að lenda á klakanum ásamt fríðu föruneyti, kona og 2 börn, vil ég sérstaklega bjóða soon to be nafna minn Davíð Örn Rúnarsson velkominn í fyrsta skipti til síns föðurlands. Að þessu tilefni er tilvalið að Albertsmenn hittist á næstu dögum yfir kollu af öli og ræði væntanlega ferð til Danmerkur og allt það sem henni fylgir.


Að þessu tilefni skellti ég inn þessari glæsilegu mynd af Alberti sem tekin var á Hellu síðasta sumar nánar tiltekið á 1.teig á Strandarvelli..



Þarna eru allir Albertsmenn samankomnir nema einmitt Rúnar, skemmtileg tilviljun það !!
Formaðurinn..

Verða Svínarif í DK ?????


ég ætla bara rétt að vona að hann Jonni vinur minn sjá um að elda jafn góð rif eins og við fengum á Húsavík ..... eins og sést þá líkaði mönnum nnnaammmmm

kv. svínabóndinn

Lúðvík í kunnugri stöðu á golfvellinum

Hérna má sjá Lúlla á 18.brautinni á Victoria og þarna þekkjum við okkar mann, búinn að húkka drævið og það dugði ekkert annað en að rífa sig úr sokkum og skóm og redda málunum...







Kveðja Formaðurinn...
ps. man ekki hvað hann fékk á holuna í þetta skiptið..

Frábært


Frábær síða hjá Formanninum okkar.

Til hamingju Albertsmenn og vonandi eiga menn eftir að nota þetta mikið
allavegna mun ég gera það ................

Ég og formaðurinn erum í miklum kylfuhugleiðingum erum að fara í mælingu á morgun
fyrir King Cobra kylfurnar sem við erum að spá í að fá okkur :-)

verðum óstöðvandi í sumar

en hérna er 1 mynd frá Florida sem ég vona að verði viðkomustaður Albertsmanna 2010 en þá verðum við 10 ára .......

kv. Jón Karl

þriðjudagur, 27. mars 2007

Velkomnir félagar

Sælir meðlimir Alberts nær og fjær !

Núna styttist í að golfseasonið hefjist og því tilvalið að stofna okkar eigin heimasíðu. Ég sem formaður ákvað að taka af skarið og smellti þessu upp núna þegar það eru 85 dagar þangað til að Bertinn byrjar í Óðinsvé. Hérna geta menn svo komið sínum skoðunum á framfæri og bind ég miklar vonir við þessa síðu.

Það eru þónokkur atriði sem enn á eftir að ganga frá í sambandi við næstu keppni:

1. Liðsuppstillingar
2. Liðsbúningar
3. Húsnæðisskipan
4. Ferðatilhögun frá Köben til Óðinsvé
5. Fæði og drykkir (Jonni þú sérð um það og Rúnar þú hjálpar honum að versla og mundu eftir veskinu vinur)

Að lokum ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að setja inn eins og eina góða golfmynd hérna fyrir neðan...





Þetta er 18.holan á Victoria Golfvellinum í Vilamoura, vonandi verður Albert þar á ferð í framtíðinni..

Formaðurinn