Sælir meðlimir Alberts nær og fjær !Núna styttist í að golfseasonið hefjist og því tilvalið að stofna okkar eigin heimasíðu. Ég sem formaður ákvað að taka af skarið og smellti þessu upp núna þegar það eru 85 dagar þangað til að Bertinn byrjar í Óðinsvé. Hérna geta menn svo komið sínum skoðunum á framfæri og bind ég miklar vonir við þessa síðu.
Það eru þónokkur atriði sem enn á eftir að ganga frá í sambandi við næstu keppni:
1. Liðsuppstillingar
2. Liðsbúningar
3. Húsnæðisskipan
4. Ferðatilhögun frá Köben til Óðinsvé
5. Fæði og drykkir (Jonni þú sérð um það og Rúnar þú hjálpar honum að versla og mundu eftir veskinu vinur)
Að lokum ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að setja inn eins og eina góða golfmynd hérna fyrir neðan...

Þetta er 18.holan á Victoria Golfvellinum í Vilamoura, vonandi verður Albert þar á ferð í framtíðinni..
Formaðurinn