
Fundur var haldinn í golfskála Alberts við Álbræðsluna eftir 9 golfholur sem einkenndust af öfgafullri veðráttu. Flestir sem boðuðu komu sína voru mættir á teig um eitt leytið og funduðu svo í kjölfarið. Það bar helst til tíðinda að nýtt liðafyrirkomulag var samþykkt og álitlegt hótel var fundið fyrir höfn kaupmanna á leygardeginum. Frekari fregna af fundinum og afsagnar er að vænta frá fráfarandi formanni í næstu viku. Meðfylgjandi mynd sýnir beitingu á 6-járninu þegar slegið er í "millið".
1 ummæli:
Ég sló hátt og langt !! Formaðurinn mun leggjast undir feld næstu tvo daga og er að vænta yfirlýsingu síðar í vikunni, þess má geta að Formanni barst stuðningsyfirlýsing frá góðum aðila í gær og vænti ég þess að fá fleiri slíkar þegar líður á vikuna. Allt snýst þetta nú um að hitta holuna í sem fæstum höggum og þá er nú gott að hafa góðar kylfur..
Skrifa ummæli