föstudagur, 15. júní 2007

"að hnerra hefur ekkert með heppni að gera"!


Hvar er Albert sem slíkur?
Hússkipan er klár!
Hús 1 = Rúnar, Halli, Einsi, Davíð, Óðinn
Hús 2 = Jonni, Palli, Gummi, Jón karl, Eiki

þeir sem hafa eitthvað um málið að segja sendi sms á formanniNN.

Það er búið að setja upp líkleg lið en þau verð ekki kunngjörð hér.

Þessi mynd er eigi tekin í ölæði! Hún er tekin í geðshræringu.


Fundarmál = lest, negla keppnisfyrirkomulag, mátun

tilvonandi formaður fyrir hönd formanns

föstudagur, 8. júní 2007

10 dagar



Sælir drengir


Núna styttist óðum í ferðina góðu og getur maður vart sofið fyrir spenningi og tilhlökkun. Menn hafa verið misduglegir að stunda golfíþróttina hérna á klakanum og enn hef ég engar fregnir af baunabræðrum, spurning hvort þeir hafi fengið sér 15-18 bjóra og gert eitthvað af sér ??



Það er allt að verða klárt, allir komnir með far út, vantar að kaupa lestarmiðana, Rússi verður jafnvel í Köben á þriðjudeginum og ætti að geta kippt Palla og Gumma með til Óðinsvé ! Óðinn er að vinna í bolamálum, nýtt logo hefur verið hannað fyrir klúbbinn, reyndar ósáttur við að ekki skuli hafi verið sett mynd af ástkærum tvöföldum Formanni á logoið ! Bolirnir verða víst í metrósexjúal lit eins og einhver myndi kalla það.



Veit ekki alveg hver staðan er á golfvöllunum sjálfum, vonandi að það séu til rástímar handa okkur þessa daga !! Umræða hefur verið um mat hérna heim, spurning að taka út að borða einhvern tímann, jafnvel var líka rætt um að spila Formanninn bara 18 holur og byrja strax á Bertanum eftir það, spila svo 36 á fimmtudeginum og 18 á föstudeginum, þannig að við getum slakað aðeins á og spjallað og skrafa og drukkið öl og grillað og dottið í það og blablablabla þarna á föstudeginum, eiga smá kvalití tíma með Alberti þarna á föstudeginum í stað þess að spila 36 á föstudeginum og eiga enga orku í að gera kvöldið eftirminnilegt ? Hvað segja menn um það ??



Hótelið er klárt á laugardeginum, 5 stjörnu kvikindi, gerum þetta grand, leigjum kannski limmuna og skellum okkur á veitingastað og látum svo skutla okkur á einhverja sveitta diskóbúllu og látum Eirík leiða danssveit Alberts um þröngar brjóstaskorur og sveitta afbrýðisama dani enda alkunna að ALBERTSMAÐUR ER ALVÖRU KARLMAÐUR...


Endilega drattist til að commenta og gera þetta svolítið lifandi rétt fyrir ferð..


Smelli að sjálfsögðu nokkrum myndum með...





Ekkert grín að vera Formaður !!!



Sigurliðið frá í fyrra (vantar Lúlla, vantar grunsamlega oft Lúlla ) !!!!

fimmtudagur, 7. júní 2007

í Kóngsinns Köben


sælir drengir
eru menn ekki orðnir spenntir fyrir Bertanum og öllu því sem honum fylgir allavegna er ég að springa úr spenningi .....
en mig langaði bara að setja inn þessa mynd af hotelherberginu sem við gistum í á laugardags nóttina
5***** djöfull verður ekki betra

kv. Cobra

miðvikudagur, 6. júní 2007

"12 dagar) Hótel í Köben...

Sælir fuglar,


ég ætla að panta þetta 5 stjörnu Marriot hótel á eftir, þetta verður einhver 6000 kr á mann, sem er sennilega bara vel sloppið miðað við gæðin á hótelinu, skítt með seðlana hvorteðer, við endum þessa ferð með stæl, tökum sánu, bjór og kokteil á hótelbarnum áður en við tékkum okkur út og gerum þetta af alvöru dæmi.. sýnum að Albert er enginn nærbuxnaklúbbur...


Annars er það að frétta helst af Alberti þessa dagana að mikil óvissa ríkir nú hvort Albert samanstandi af 11 einstaklingum eða 9 einstaklingum því það hefur ekki heyrst hósta né stuna frá þeim baunabræðrum núna í marga daga og lýsi ég hérmeð eftir þeim,,Rúnar minn ég treysti þvílíkt á að þessi mynd hérna að neðan blasi við mönnum á þriðjudeginum...

þriðjudagur, 5. júní 2007

Albertsmenn drjúgir á Stofnfundi GH[14 dagar]

Ef þið haldið að veðrið hafi verið dapurt á Sunnudeginum þá er það rangur misskilningur. Stofnfundur/mót Golfklúbbs Hafnarfjarðar var haldið í dag undir tryggri leiðsögn fellibylsins Olgu. Fyrsta mótið af 15 vannst á 33 punktum og stóð SævangsSnorri þar uppúr, fremstur meðal jafningja. Ekki höfðu allir þann styrk sem þurfti til þess að klára 18. holur en Rjóminn af meðlimum GH afrekaði þó heilan hring. Others... fokking amatörs.....

mánudagur, 4. júní 2007

Pökkurinn glansaði af stöðugleika[15 dagar]


Pökkurinn kunni vel við sig í rokinu á Sunnudaginn og beytti lágsprengdum boltum sem hafa verið vörumerki hans síðan hann vann Dunlop unglingamótið 1989. Hann var einn yfir fyrri 9 áður en hann datt í Björkina. Menn voru sammála um að árangurinn hafi verið þokkalegur miðað við slælegt veður og bjartsýni ríkti fyrir opnunarmót Golfklúbbs Hafnarfjarðar daginn eftir....

sunnudagur, 3. júní 2007

6 járnið vinsælt í óveðrinu[16 dagar]















Fundur var haldinn í golfskála Alberts við Álbræðsluna eftir 9 golfholur sem einkenndust af öfgafullri veðráttu. Flestir sem boðuðu komu sína voru mættir á teig um eitt leytið og funduðu svo í kjölfarið. Það bar helst til tíðinda að nýtt liðafyrirkomulag var samþykkt og álitlegt hótel var fundið fyrir höfn kaupmanna á leygardeginum. Frekari fregna af fundinum og afsagnar er að vænta frá fráfarandi formanni í næstu viku. Meðfylgjandi mynd sýnir beitingu á 6-járninu þegar slegið er í "millið".

föstudagur, 1. júní 2007

ÁRNI sendir ÁRNAðaróskir með fleygjÁRNI[18]


"takk fyrir að stilla gítarinn strákar. Gengur ekki að vera falskur á þingi og já hei!! Kofinn er ykkar.....anytime".

"så har du ikke spiset KFC kylling burger"[19 dagar]


"Hvis du siger nej til min tilbud med green fee rabatten, så har du ikke spiset KFC kylling burger". Svo hljóðuðu síðustu orð Samnings-Kanónu Alberts þegar hann skellti á gjaldkera Odinse golfbane. Fyrr í samtalinu reyndi hann að sannfæra viðsemjanda sinn um að bærinn sem hann byggi í væri skírður í höfuðið á honum og tæknilega séð ætti hann "krumme-skudet" eins og hann kallaði það. Þetta er í fyrsta skiptið sem Óðni mistekst að "kreista díl" í Vestur Evrópu. Áður en Óðinn rauk út af fundinum þá lét hann fjúka út úr sér" það er ekki séns í helvíti að ég lagi torfuförin eftir mig á þessum velli"