miðvikudagur, 30. maí 2007

"Hræddur um að lenda í skugganum" [20 dagar í Bertann]














Hann var ekki jafn borubrattur í dag , formaðurinn þegar ég náði tali af honum á æfingavellinum í morgun. "Ég er hræddur um að lenda í skugganum af áskoranda númer 1. sem kallar sig Tilvonandi Formann" sagði formaðurinn mæðulegur í máli. " Yfirleitt reyni ég að staðsetja mig í skugganum á vellinum, en það er þessi sálræni skuggi sem ég óttast" sagði formaðurinn og undirbjó eitt af sínu frægu skuggahöggum með 6-járninu.



Albert útsendari

Upphitun er hafin og Formaðurinn er heitur.


Formaðurinn hefur heldur betur hafið undirbúning á titilvörninni þetta árið og stefnir ótrauður að því að vinna bertann til eignar. Hann þrammar um velli stór-Hafnarfjarðarsvæðisins vopnaður drífara og potara. Að sögn hyggst hann eingöngu mæta með tvívæpni til leiks í Vé Óðins. "Þetta högg hefði fengið Cobra-myndlistarfólkið til þess að pakka saman penslunum" sagði formaðurinn vígreifur þegar útsendari náði af honum tali og myndum á nýju 13.brautinni á Hvaleyrinni, sem þykir með þeim gróskumestu á landinu eins og sjá má.

Hverjir eru að æfa sig?
lifandi beintökur úr æfingaskýlinu á linknum fyrir neðan.

http://157.157.89.198:83/view/index.shtml

Albert útsendari