þriðjudagur, 18. mars 2008

Vale de Lobo Vísitalan í sögulegu hámarki


Sælir félagar, að ég held

Við vorum að fá póst þess efnis að hringurinn í á Vale de Lobo kominn í 20þús kr. Sláandi fyrir þá er málið varðar. Annars Held ég að Geysir steinliggi í ágúst og held ég að það séu örfá formsatriði sem á eftir að græja þar. En til þess að hafa þetta eins og hjá fólki þá þurfum við að blása til fundar, held ég. Ég held ég láti mynd fylgja með til þess að hita upp, held.

föstudagur, 14. mars 2008

Hvar er formaðurinn ????

Sælir félagar





Núna finnst mér kominn tími til að Albertsmenn fari að einbeita sér að alvöru kylfum og leggi frá sér miðkylfuna og fari að huga að sumrinu, Haraldi og Jóni Karli ber að óska til hamingju með frumburðina sína, verður virkilega fróðlegt að sjá hvort Halli heldur í hefðina og skíri drenginn í höfuðið á nýja formanninum og mun þá drengurinn væntanlega heita Jón Karl Haraldsson, og að sjálfsögðu verður Jón að gera slíkt hið sama og heitir þá drengurinn hans Jón Karl Jón Karlsson(æ var búinn að gleyma að þú ert búinn að skíra hann Róbert Daða, flott nafn)..hei er þetta barnaland.is eða erum við með tól ?





Tilefni þessa pósts er að vekja menn upp til lífsins, heyrst hefur alla leið til Danmerkur að Albert sé að líða undir lok sem slíkur vegna þess hve margir meðlimir hafa gengið til liðs við Golfklúbb Hafnarfjarðar og séu að leggja meiri áherslu á þann klúbb( ég er sjálfur stofnfélagi þar)..





Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn ætli að leggja þennan klúbb niður og láta hann fara í flokk með Milli Vanilli og Víði Garði sem áttu sína spretti á 9 áratugnum,,,ég skora hér með á Jón Karl formann að koma hér með áætlun til að endurvekja og hreinlega sparka í rassinn á mönnum og tillögur að ferð næsta sumar..





Annar neyðist ég til að standa fyrir valdaráni og mæta með nýja áætlun innan 30 daga og ákveð hvert verður farið og þið hinir ráðið hvorki einu né neinu í þeim málum..





Annars bið ég að heilsa ykkur öllum, ég og Jónas sitjum hér að sumbli og minnir þetta óneitanlega á þegar þeir félagar Jónas og Rúnar(áður en hann týndi veskinu sínu) skipulögðu flottustu ferð Alberts hingað til , allavega á erlendri grund, og að endingu kemur núna fyrsta mynd af nokkrum klassískum myndum sem ég hef tekið í þessum ferðum..

ps. Eiríkur ég hef grun um að þú lumir á nokkrum góðum myndum, gaman væri ef þú gætir valið nokkrar góðar og póstað hérna líka, eða sent mér þær og ég skal pósta þessu með bros á vör..

með bílamálarkveðju frá Odense

tvöfaldur fyrrverandi formaður Alberts.......